Stöð 2 Sport
Keflavík tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:30 og að leik loknum verða sérfræðingar Körfuboltakvölds á svæðinu til að gera leikinn upp.
Stöð 2 Sport 2
Unicaja og Manresa mætast í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í beinni útsendingu klukkan 18:20.
Stöð 2 Sport 3
Mizuho Americas Open á LPGA-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 19:00.
Stöð 2 Sport 4
PGA Meistaramótið í golfi, PGA Championship, rúllar af stað á Stöð 2 Sport 4 klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
Vodafone Sport
Kiel og Rhein-Neckar Löwen eigast við í þýska handboltanum klukkan 16:55 áður en Leeds tekur á móti Norwich í seinni undanúrslitaviðureign liðanna um sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:55.
Klukkan 23:00 er svo komið að viðureign Rays og Red Sox í NHL-deildinni í íshokkí.