Hugsjónir og fræðimennska – einstakt veganesti Baldurs í embætti forseta Íslands Rannveig Traustadóttir skrifar 16. maí 2024 08:00 Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar