Doncic rankaði við sér og Dallas einum sigri frá úrslitum Vestursins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2024 08:31 Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks þurfa einn sigur í viðbót til að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. getty/Joshua Gateley Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA. Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig. NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig.
NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum