Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. maí 2024 11:42 Eins og sést á stefni flutningaskipsins eru skemmdir sem benda til áreksturs við fiskibátinn. Óskar P. friðriksson Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu. Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu.
Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23