NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2024 07:01 Harrison Butker spilaði stóran þátt í sigri Chiefs í Ofurskálinni á þessu ári. Lauren Leigh Bacho/Getty Images NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið. NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið.
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira