NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2024 07:01 Harrison Butker spilaði stóran þátt í sigri Chiefs í Ofurskálinni á þessu ári. Lauren Leigh Bacho/Getty Images NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið. NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið.
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira