Njótum reynslu Katrínar Valgerður Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2024 07:01 Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar