Baldur Þórhallsson er vitur og vís Bryndís Friðgeirsdóttir skrifar 18. maí 2024 07:01 Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar