Fyrsta HM stelpnanna okkar verður vonandi í Brasilíu 2027 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu munu örugglega gera allt sem þær geta til að fá að vera með á HM í Brasilíu eftir þrjú ár. Vísir/Vilhelm Nú er loksins ljóst hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu fer fram. Brasilía mun halda HM 2027. Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027. HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira
Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027.
HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira