„Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“ Páll Magnússon skrifar 17. maí 2024 14:01 Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Páll Magnússon Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun