Mesti stjórnmálamaðurinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2024 11:01 Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun