Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. maí 2024 23:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri. Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri.
Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29