Kjósum Katrínu Kjartan Ragnarsson skrifar 18. maí 2024 07:01 Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun