Nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 09:23 Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, skrifar aðsenda grein ásamt öðrum bæjarfulltrúum D-listans. Vísir/Einar Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“ Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“
Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira