Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. maí 2024 18:25 Synjun Salome Zourabichvili forseta Georgíu mun líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meiri hluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. AP Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum. Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum.
Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33