Aníta kom í mark á tímanum 4:19,14 sem er hennar besti tími á tímabilinu. Hún kom í mark 0,6 sekúndum á undan hinni norsku Ingeborg Østgård sem hafnaði í öðru sæti.
Raunar skipuðu Norðmenn sér í annað, þriðja og fjórða sæti, en Kristine Lande Dommersnes varð þriðja á tímanum 4:20,70 og Selma Løchen Engdahl varð fjórða á 4:21, 68.
Emilia Lillemo frá Svíþjóð varð fimmta og Ina Halle Haugen frá Noregi varð sjötta. Hin sænska Neely Elned kláraði ekki hlaupið.