Óljóst hvort þyrlan sé fundin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 17:55 Mynd frá leitarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort þyrlan sé endilega fundin. AP Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024 Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira