Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 21:31 Trausti Haraldsson er framkvæmdastjóri Prósents. Vísir/Sigurjón Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Hundruð ökumanna sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Sjá meira
Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Hundruð ökumanna sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent