Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 21:31 Trausti Haraldsson er framkvæmdastjóri Prósents. Vísir/Sigurjón Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira