Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa? Hildur Eir Bolladóttir skrifar 19. maí 2024 19:00 Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun