Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa? Hildur Eir Bolladóttir skrifar 19. maí 2024 19:00 Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun