Þegar orðið einelti er gjaldfellt – Til fylgjenda Katrínar Jakobsdóttur Kolbrá Höskuldsdóttir skrifar 20. maí 2024 08:01 Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun