Að sameina frekar en sundra Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 20. maí 2024 14:01 Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun