Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 15:33 Mótmælandi les dagblað fyrir utan dómstólinn í London. Fjöldi stuðningsmanna mætti þangað til að styðja málstað Assange í dag. Ap/Kin Cheung Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum. Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum.
Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36