Hlín kom Kristianstad yfir eftir tíu mínútna leik og gerði svo út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Hlín var í byrjunarliðinu líkt og Katla Tryggvadóttir sem var tekin af velli á 74. mínútu þegar Guðný Árnadóttir kom inn af bekknum á meðan Hlín lék allan leikinn.
Rosengård er nú eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki þökk sé 1-0 sigri á Hammarby. Guðrún var í miðri þriggja manna vörn toppliðsins og stóð sig með prýði enda liðið aðeins fengið á sig tvö mörk til þessa.
Rosengård trónir á toppnum með 21 stig á meðan Kristianstad er í 4. sæti með 15 stig.