Netanjahú hafnar handtökuskipuninni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 21:59 Benjamín Netanjahú hafnar algjörlega ákvörðun aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins að fara fram á handtökuskipun á hendur sér. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnar alfarið handtökuskipun á hendur sér sem aðalsaksóknari hins Alþjóðlega sakamáladómstóls hefur farið fram á. Aðalsaksóknarinn sakar Netanjahú, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þrjá leiðtoga Hamas um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísraels sem staðið hafa yfir í um sjö mánuði. Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira