Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 23:39 Björgunarsveitarmeðlimir bera lík eins fórnarlambsslyssins á börum. AP/Azin Haghighi Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. Abdulkadir Uraloğlu, samgöngumálaráðherra Tyrklands, segir að þegar ljóst var að slys hafi orðið hafi tyrknesk yfirvöld leitað að merki frá merkissvara þyrlunnar sem sendir út lofthæð og staðsetningu þyrlunnar. „En því miður, er líklegast að slökkt hafi verið á merkissvaranum eða að þyrlan hafi ekki verið með slíkan búnað um borð,“ segir Uraloğlu. Guardian greinir einnig frá því að íranska ríkisstjórnin hafi verið hvött til þess að ganga frá kaupum á tveimur rússneskum þyrlum ætluðum innanlandsflutninga ráðherra og embættismanna vegna áhyggna af aldri þyrluflota ríkisstjórnarinnar. Þyrlan sem hrapaði var af gerðinni Bell 212, tveggja hreyfla vél sem getur borið 15 manns. Forsetinn var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins þegar slysið varð, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Rannsóknarteymi á vegum íranskra stjórnvalda er þegar komið á vettvang og skoðar aðstæður. Hinar tvær þyrlurnar í hópnum komust óhultar á áfangastað og enn sem komið er hafa engar ásakanir um spellvirki verið lagðar fram. Þyrlan lenti í vandræðum í mikilli þoku og þokunni létti ekki og því gekk leitarstarf brösulega. Samkvæmt írönskum ríkismiðlum skall þyrlan utan í fjall og fuðraði hreinlega upp. Ayatollann Ali Khomenei hefur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg og verður forsetinn borinn til hinstu hvílu á miðvikudaginn næstkomandi. Kosningar til nýs forseta verða haldnar í lok júní. Í millitíðinni mun Mohammad Mokhber varaforseti gegna skyldum embættisins. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Abdulkadir Uraloğlu, samgöngumálaráðherra Tyrklands, segir að þegar ljóst var að slys hafi orðið hafi tyrknesk yfirvöld leitað að merki frá merkissvara þyrlunnar sem sendir út lofthæð og staðsetningu þyrlunnar. „En því miður, er líklegast að slökkt hafi verið á merkissvaranum eða að þyrlan hafi ekki verið með slíkan búnað um borð,“ segir Uraloğlu. Guardian greinir einnig frá því að íranska ríkisstjórnin hafi verið hvött til þess að ganga frá kaupum á tveimur rússneskum þyrlum ætluðum innanlandsflutninga ráðherra og embættismanna vegna áhyggna af aldri þyrluflota ríkisstjórnarinnar. Þyrlan sem hrapaði var af gerðinni Bell 212, tveggja hreyfla vél sem getur borið 15 manns. Forsetinn var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins þegar slysið varð, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Rannsóknarteymi á vegum íranskra stjórnvalda er þegar komið á vettvang og skoðar aðstæður. Hinar tvær þyrlurnar í hópnum komust óhultar á áfangastað og enn sem komið er hafa engar ásakanir um spellvirki verið lagðar fram. Þyrlan lenti í vandræðum í mikilli þoku og þokunni létti ekki og því gekk leitarstarf brösulega. Samkvæmt írönskum ríkismiðlum skall þyrlan utan í fjall og fuðraði hreinlega upp. Ayatollann Ali Khomenei hefur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg og verður forsetinn borinn til hinstu hvílu á miðvikudaginn næstkomandi. Kosningar til nýs forseta verða haldnar í lok júní. Í millitíðinni mun Mohammad Mokhber varaforseti gegna skyldum embættisins.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira