Baldur er mitt örugga val Valgerður Janusdóttir skrifar 23. maí 2024 07:00 Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar