Baldur er mitt örugga val Valgerður Janusdóttir skrifar 23. maí 2024 07:00 Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun