Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Arnar Þór Jónsson skrifar 21. maí 2024 08:45 Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. Þannig hef ég verið talsmaður þess að menn noti tjáningarfrelsið til að eiga málefnalegar rökræður, en ekki til að ráðast að persónum annarra með ómálefnalegum hætti. Ég er á móti því að tjáningarfrelsið sé notað til að grafa undan stoðum lýðræðisins, t.d. með því að skrumskæla aðra að ósekju. Stuðningur við tjáningarfrelsið kemur ekki í veg fyrir að við veitum viðnám þeim sem fara yfir velsæmismörk í sinni tjáningu, ala á fordómum eða ganga fram af siðleysi, óbilgirni eða fyrirlitningu. Frelsi til að tjá hugsun sína er hluti af borgaralegum réttindum, en þann rétt má ekki slíta úr samhengi við borgaralegar skyldur. Sérfræðingar og fagstéttir, þ.m.t. blaðamenn, hafa sett sér siðareglur og bera sérlega ríkar siðferðilegar og samfélagslegar skyldur þegar kemur að ábyrgri tjáningu. Í frjálsu og borgaralegu samfélagi svara menn sjálfir til ábyrgðar fyrir orð sín og gjörðir. Með því að ala á fjandskap og fordæmingu í garð annarra er höggvið á þau samfélagslegu bönd sem tengja fólk hvert við annað. Vilji menn búa í samfélagi sem einkennist af kurteisi og umburðarlyndi þá þurfum við að gæta mjög vandlega að því hvernig við tjáum hug okkar og skoðanir. Tjáningarfrelsið lýtur almennum siðrænum takmörkunum um virðingu og náungakærleik. Hér sem annars staðar er Gullna reglan til leiðbeiningar: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Yfirgangur og vanvirðing rúmast ekki innan þessa ramma. Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra. Lýðræðið krefst þess í raun og veru að við sýnum hvert öðru mannúð. Vonandi getum við sameinast um það að bæta íslenska umræðu, bæði í máli og myndum, og sett okkur það markmið að sýna hvert öðru hlýju, skilning og kærleika. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Tjáningarfrelsi Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Myndlist Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. Þannig hef ég verið talsmaður þess að menn noti tjáningarfrelsið til að eiga málefnalegar rökræður, en ekki til að ráðast að persónum annarra með ómálefnalegum hætti. Ég er á móti því að tjáningarfrelsið sé notað til að grafa undan stoðum lýðræðisins, t.d. með því að skrumskæla aðra að ósekju. Stuðningur við tjáningarfrelsið kemur ekki í veg fyrir að við veitum viðnám þeim sem fara yfir velsæmismörk í sinni tjáningu, ala á fordómum eða ganga fram af siðleysi, óbilgirni eða fyrirlitningu. Frelsi til að tjá hugsun sína er hluti af borgaralegum réttindum, en þann rétt má ekki slíta úr samhengi við borgaralegar skyldur. Sérfræðingar og fagstéttir, þ.m.t. blaðamenn, hafa sett sér siðareglur og bera sérlega ríkar siðferðilegar og samfélagslegar skyldur þegar kemur að ábyrgri tjáningu. Í frjálsu og borgaralegu samfélagi svara menn sjálfir til ábyrgðar fyrir orð sín og gjörðir. Með því að ala á fjandskap og fordæmingu í garð annarra er höggvið á þau samfélagslegu bönd sem tengja fólk hvert við annað. Vilji menn búa í samfélagi sem einkennist af kurteisi og umburðarlyndi þá þurfum við að gæta mjög vandlega að því hvernig við tjáum hug okkar og skoðanir. Tjáningarfrelsið lýtur almennum siðrænum takmörkunum um virðingu og náungakærleik. Hér sem annars staðar er Gullna reglan til leiðbeiningar: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Yfirgangur og vanvirðing rúmast ekki innan þessa ramma. Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra. Lýðræðið krefst þess í raun og veru að við sýnum hvert öðru mannúð. Vonandi getum við sameinast um það að bæta íslenska umræðu, bæði í máli og myndum, og sett okkur það markmið að sýna hvert öðru hlýju, skilning og kærleika. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun