Fremst meðal jafningja: Halla Tómasdóttir á Bessastaði Birna Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 11:32 Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar