Snjór til vandræða í Ítalíuhjólreiðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 13:30 Hjólreiðakappinn Alexandre Delettre á ferðinni í Ítalíuhjólreiðunum en nú er ekki aðeins snjór fyrir utan brautina. Getty/Tim de Waele Það eru sérstakar aðstæður fyrir keppni dagsins í Ítalíuhjólreiðunum, Giro d'Italia. Þrátt fyrir að júní nálgist óðfluga þá eru sannkallaðar vetraraðstæður í fjöllunum á Ítalíu. Giro d'Italia er eitt af risamótunum í hjólreiðaheiminum og það næstastærsta á eftir Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Það gekk illa að skipuleggja sextándu sérleiðina vegna snjókomu. Hjólreiðakapparnir áttu að hjóla upp í 2500 metra hæð í Ölpunum en það var snjór og slydda í 1900 metra hæð. Ben O'Connor says Giro d'Italia is run by 'dinosaurs' amid anger over stage 16 conditions❄️'I'd like to see him get out on the bike and do the start of the stage and see what his answer is' says Australian👇https://t.co/6h2Wf4huRF— GCN Racing (@GcnRacing) May 21, 2024 Samband hjólreiðamanna vildi byrja frekar hinum megin við Umbrail skarðið til að forðast snjóinn en mótshaldarar voru harðir á því að byrja í Livigno og stytta ekki leiðina. Það endaði þó með því að hjólreiðakapparnir voru ferjaðir hinum megin við fjallið og sextánda sérleiðin var látin byrja þar. Norska ríkisútvarpið var í sambandi við hjólreiðamanninn Tobias Foss sem sagði skipulagið vera í molum. Hann sagði þó að sem betur fer voru hjólreiðakapparnir allir sammála því að færa keppnina. „Það er slydda og það er snjór á jörðinni. Það er óskiljanlegt að þeir séu enn að velta því fyrir sér að stytta ekki leiðina,“ sagði Foss. „Það hefði ekki verið möguleiki að hjóla í 2500 metra hæð. Það hefði verið allt of mikill snjór til að það væri möguleiki. Ég skil ekki alveg af hverju menn voru að leggja það til að reyna slíkt,“ sagði Foss. Absolute chaos at the Giro d’Italia, Stage 16 was due to go in the mountains but the conditions are below freezing and there’s snow everywhere. The riders have refused to start,Alberto Contador for Eurosport when 11km up the course in the car to report and they couldn’t go… pic.twitter.com/05dhUo1JJK— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) May 21, 2024 Hjólreiðar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Giro d'Italia er eitt af risamótunum í hjólreiðaheiminum og það næstastærsta á eftir Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Það gekk illa að skipuleggja sextándu sérleiðina vegna snjókomu. Hjólreiðakapparnir áttu að hjóla upp í 2500 metra hæð í Ölpunum en það var snjór og slydda í 1900 metra hæð. Ben O'Connor says Giro d'Italia is run by 'dinosaurs' amid anger over stage 16 conditions❄️'I'd like to see him get out on the bike and do the start of the stage and see what his answer is' says Australian👇https://t.co/6h2Wf4huRF— GCN Racing (@GcnRacing) May 21, 2024 Samband hjólreiðamanna vildi byrja frekar hinum megin við Umbrail skarðið til að forðast snjóinn en mótshaldarar voru harðir á því að byrja í Livigno og stytta ekki leiðina. Það endaði þó með því að hjólreiðakapparnir voru ferjaðir hinum megin við fjallið og sextánda sérleiðin var látin byrja þar. Norska ríkisútvarpið var í sambandi við hjólreiðamanninn Tobias Foss sem sagði skipulagið vera í molum. Hann sagði þó að sem betur fer voru hjólreiðakapparnir allir sammála því að færa keppnina. „Það er slydda og það er snjór á jörðinni. Það er óskiljanlegt að þeir séu enn að velta því fyrir sér að stytta ekki leiðina,“ sagði Foss. „Það hefði ekki verið möguleiki að hjóla í 2500 metra hæð. Það hefði verið allt of mikill snjór til að það væri möguleiki. Ég skil ekki alveg af hverju menn voru að leggja það til að reyna slíkt,“ sagði Foss. Absolute chaos at the Giro d’Italia, Stage 16 was due to go in the mountains but the conditions are below freezing and there’s snow everywhere. The riders have refused to start,Alberto Contador for Eurosport when 11km up the course in the car to report and they couldn’t go… pic.twitter.com/05dhUo1JJK— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) May 21, 2024
Hjólreiðar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira