Yfirvöld ábyrg fyrir dauða þúsunda einstaklinga sökum mengaðs blóðs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 11:44 Útgáfa skýrslunnar er mikill léttir fyrir þá sem hafa barist fyrir rannsókn málsins í fjölda ára. AP/Aaron Chown Yfir 3.000 manns af 30.000 eru látnir í Bretlandi eftir að hafa fengið „mengað“ blóð eða blóðhluta á árunum 1970 til 1998. Höfundur nýútkominnar skýrslu segir málið áfellisdóm yfir heilbrigðiskerfinu og stjórnvöldum og að draga hefði mátt verulega úr skaðanum. Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira