Nýjar reglur um sjálfbæra landnýtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem taka mun gildi þann 1. september. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðsgátt í janúar og hafa þau tekið breytingum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á samráðstíma. Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“ Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“
Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira