Fögnum á degi líffræðilegrar fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Skúli Skúlason, Ole Sandberg og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifa 22. maí 2024 07:31 Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun