Styrk hönd og fim Torfi H. Tulinius skrifar 22. maí 2024 08:31 Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun