„Menn eru gríðarlega súrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2024 22:06 Rúnar Kristinsson var nokkuð brattur þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin. „Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira