Fordæmið Sveinn Flóki Guðmundsson skrifar 22. maí 2024 08:46 Þann 25. nóvember 2021 staðfestu mikill meirihluti nýkjörinna þingmanna eigin kjörbréf þar sem stuðst var við umdeilda endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Þar hafði framkvæmdin meðal annars innihaldið eftirfarandi: Óviðunandi frágangur kjörgagna eftir að yfirlýstar lokatölur höfðu verið tilkynntar frá Norðvesturkjördæmi. Óviðunandi og losaralegar aðgengistakmarkanir að því marki að tilvik voru um að fólk færi þar inn í engra viðurvist frá nótt/morgni og fram á hádegi daginn eftir kosningar. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis mætti kringum hádegið hálftíma á undan öðrum meðlimum yfirkjörstjórnar í rýmið sem geymdi óinnsiglaða atkvæðaseðla kjördæmisins. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einsamall í rýminu að handleika atkvæðaseðla þegar næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti á svæðið. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis kallaði til endurtalningar sem hafði áhrif á uppröðun jöfnunarþingsæta og riðlaði þar með hvaða einstaklingar hlutu þingsæti, þar sem 5 duttu út og aðrir 5 komust inn. Fækkun atkvæða til Viðreisnar um 9 kom jöfnunarþingsætatilfærslunni af stað, en milli fyrri lokatalna og endurtalningar fækkaði m.a. auðum atkvæðaseðlum um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11. Með staðfestingu þingmanna á kjörbréfum sínum þar sem á bak við lá þessi framkvæmd lögleysuendurtalningar settu þingmenn ákveðið fordæmi. Sett var fordæmi að svona framkvæmd þyki góð og gild hér á Íslandi. Framkvæmd þyki góð og gild þar sem ein manneskja undir engu eftirliti ver hálftíma með óinnsigluðum kjörgögnum heils kjördæmis vitandi allar lokatölur kosninganna, handleikur þar kjörseðla, kallar svo upp á sitt einsdæmi til endurtalningar sem breytir hvaða frambjóðendur hljóti kjörgengi. Meðal þeirra sem settu þetta fordæmi er Katrín Jakobsdóttir sem er nú í forsetaframboði. Henni þyki þessi framkvæmd góð og gild. Það hefur hún aldrei sagt og mun vafalaust aldrei segja. En það sýndi hún með sinni afstöðu og sínum verkum í Alþingishúsinu þann 25. nóvember 2021 þegar hún og meirihluti nýkjörinna þingmanna lögðu þennan smánarblett á sögu íslensks lýðræðis. Höfundur er í hópi þeirra sem kærðu þingkosningarnar 2021 til kjörbréfanefndar og reyndi að beita sér fyrir lýðræðislegri lendingu þessa máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember 2021 staðfestu mikill meirihluti nýkjörinna þingmanna eigin kjörbréf þar sem stuðst var við umdeilda endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Þar hafði framkvæmdin meðal annars innihaldið eftirfarandi: Óviðunandi frágangur kjörgagna eftir að yfirlýstar lokatölur höfðu verið tilkynntar frá Norðvesturkjördæmi. Óviðunandi og losaralegar aðgengistakmarkanir að því marki að tilvik voru um að fólk færi þar inn í engra viðurvist frá nótt/morgni og fram á hádegi daginn eftir kosningar. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis mætti kringum hádegið hálftíma á undan öðrum meðlimum yfirkjörstjórnar í rýmið sem geymdi óinnsiglaða atkvæðaseðla kjördæmisins. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einsamall í rýminu að handleika atkvæðaseðla þegar næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti á svæðið. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis kallaði til endurtalningar sem hafði áhrif á uppröðun jöfnunarþingsæta og riðlaði þar með hvaða einstaklingar hlutu þingsæti, þar sem 5 duttu út og aðrir 5 komust inn. Fækkun atkvæða til Viðreisnar um 9 kom jöfnunarþingsætatilfærslunni af stað, en milli fyrri lokatalna og endurtalningar fækkaði m.a. auðum atkvæðaseðlum um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11. Með staðfestingu þingmanna á kjörbréfum sínum þar sem á bak við lá þessi framkvæmd lögleysuendurtalningar settu þingmenn ákveðið fordæmi. Sett var fordæmi að svona framkvæmd þyki góð og gild hér á Íslandi. Framkvæmd þyki góð og gild þar sem ein manneskja undir engu eftirliti ver hálftíma með óinnsigluðum kjörgögnum heils kjördæmis vitandi allar lokatölur kosninganna, handleikur þar kjörseðla, kallar svo upp á sitt einsdæmi til endurtalningar sem breytir hvaða frambjóðendur hljóti kjörgengi. Meðal þeirra sem settu þetta fordæmi er Katrín Jakobsdóttir sem er nú í forsetaframboði. Henni þyki þessi framkvæmd góð og gild. Það hefur hún aldrei sagt og mun vafalaust aldrei segja. En það sýndi hún með sinni afstöðu og sínum verkum í Alþingishúsinu þann 25. nóvember 2021 þegar hún og meirihluti nýkjörinna þingmanna lögðu þennan smánarblett á sögu íslensks lýðræðis. Höfundur er í hópi þeirra sem kærðu þingkosningarnar 2021 til kjörbréfanefndar og reyndi að beita sér fyrir lýðræðislegri lendingu þessa máls.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar