Innlent

Þjóðin klofin hvað varðar hval­veiðar

Árni Sæberg skrifar
Hvalveiðivertíðin hefst venjulega snemma í júní en Hvalur hf. hefur ekki enn fengið leyfi til þeirra í ár.
Hvalveiðivertíðin hefst venjulega snemma í júní en Hvalur hf. hefur ekki enn fengið leyfi til þeirra í ár. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru 49 prósent þjóðarinnar andvíg því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði verði endurnýjað. 35 prósent eru því hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg.

Í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að Maskína hafi framkvæmt könnunina fyrir samtökin dagana 30. apríl til 7.maí. Á myndinni hér að neðan má svör við eftifararandi spurningu: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað?

Maskína

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.

Svarendur voru 1.337 talsins.


Tengdar fréttir

Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar

Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist.

Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar

Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×