Telja að Quang gæti spillt rannsókninni gangi hann laus Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 12:03 Quang Lé, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars. Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út. Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira