Nálægð við stjórnmálin – Ólafur Ragnar og Katrín Össur Skarphéðinsson skrifar 22. maí 2024 16:01 Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Össur Skarphéðinsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun