„Draumafrí með þessum drauma gæja. Takk fyrir okkur Grikkland og Albanía!
Við förum þokkalega vel fóðruð af D-vítamíni inn í næstu veislu, íslenska sumarið,“ skrifar Rakel María við mynd af þeim þar sem ekki leikur nokkur vafi á að kært sé á milli þeirra.
Parið hefur verið á ferðalagi um grísku eyjuna Corfu og um Ksamil í Albaníu síðastliðna daga. Rakel María gaf fylgjendum sínum innsýn í ferðlagið sem var drauma líkast.
Rakel María og Gummi hafa bæði mikla ástríðu fyrir hreyfingu þar sem þau eru miklir hlaupagarpar og í hörkuformi.
