Fjölskyldur birta myndskeið af blóðugum gíslum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 07:27 Ástvinir og stuðningsmenn gíslana sem enn eru í haldi Hamas settu gjörning á svið í Tel Aviv í morgun til að kalla eftir lausn þeirra. AP/Oded Balilty Fjölskyldur kvenna sem teknar voru fanga þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn hafa birt myndskeið af atburðarásinni sem sýnir konurnar blóðugar og óttaslegnar. Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira