Virðulegur forseti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. maí 2024 09:01 Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun