Lífið

Alexandra greif­ynja breytir nafninu

Atli Ísleifsson skrifar
Alexandra var tengdadóttir Margrétar Þórhildar Danadrottningar á árunum 1995 til 2005. Hér er hún á viðburði árið 2022.
Alexandra var tengdadóttir Margrétar Þórhildar Danadrottningar á árunum 1995 til 2005. Hér er hún á viðburði árið 2022. EPA

Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, hefur breytt einu af millinöfnum síinum.

Danska Se og Hør segir frá þessum en talsmaður greifynjunnar staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við BT.

Fram kemur að Alexandra hafi eftir heimsókn til talnaspekings ákveðið að skipta millinafninu Christina út fyrir Emiliah þannig að hún heiti núna Alexandra Emiliah greifynja.

Talskonan segir að um sé að ræða ákvörðun sem greifynjan hafi ekki sérstakan áhuga á að ræða nánar.

Alexandra giftist Jóakim prins, yngri bróður Friðriks konungs, árið 1995 en þau skildu tíu árum síðar. Þau eignuðust synina Nikolai og Felix.

Alexandra giftist svo Martin Jørgensen árið 2007 en þau skildu árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×