Utan vallar: Landsliðsþjálfarinn sem nennir ekki að koma til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 12:01 Åge Hareide eins og hann birtist landsmönnum í kvöldfréttum RÚV í gær. rúv Ef það er eitthvað sem maður saknar ekki frá covid-tímanum eru það fjarfundirnir. Reyndar saknar maður einskis frá covid-tímanum en það er önnur saga. En helvítis fjarfundirnir. Áður rykföllnu forritin Teams og Zoom voru dregin fram, fólk kom sér fyrir nývaknað með úfið hár og í náttbuxum, sumir jafnvel enn uppi í rúmi, „heyrist ekki alveg örugglega í mér?“, rétta upp rafræna hendi, einhverjir með flippaðan bakgrunn og svo framvegis. Ekki beint sælar minningar. En svona var þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Gomma viðtala og heilu blaðamannafundirnir voru teknir í þessum hliðarveruleika. Maður hélt að fjarfundirnir heyrðu sögunni til. Væru eitthvað sem gripið væri til í algjörri neyð. Þess vegna brá manni eilítið í brún þegar KSÍ boðaði til fjölmiðlafundar í gær, á Teams, þar sem landsliðsþjálfari karla, Åge Hareide, sat fyrir svörum vegna hópsins sem hann valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi. Snýst um virðingu Og Hareide svaraði spurningum íslenskra fjölmiðla í gegnum tryllitækið Teams, frá heimili sínu einhvers staðar í Noregi. Eins og hann hefur reyndar gert síðan hann tók við íslenska landsliðinu fyrir rúmu ári. Því það er nefnilega eins og Åge Hareide nenni ekki að koma til Íslands, nema þegar það eru landsleikir hér á landi. Það eru auðvitað til stærri vandamál í heiminum en að landsliðsþjálfari Íslands sem er búsettur erlendis komi ekki til landsins til að sitja blaðamannafundi. En þetta er fremur klént eins og Jón Viðar sagði í denn. Þetta snýst nefnilega um virðingu fyrir starfinu, vinnuveitendunum í KSÍ og fólkinu sem fylgist með og styður landsliðið. Hareide ásamt íslenskum fjölmiðlum. Ferilskrá Hareides er glæsileg, hann hefur unnið titla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, komið danska landsliðinu á HM, þjálfað í Meistaradeild Evrópu og svo mætti áfram telja. Að vera landsliðsþjálfari Íslands er langt, langt frá því að vera stærsta verkefnið á löngum ferli Hareides. Og það er eins og hann nálgist starfið dálítið þannig. Það er tilfinning sem maður fékk aldrei þegar Lars Lagerbäck og Erik Hamrén stýrðu landsliðinu. Þeir mættu alltaf til landsins, svöruðu spurningum, gáfu af sér, létu sjá sig, sýndu lit. Eitthvað sem Hareide mætti gera meira af. Er honum annt um kolefnisfótsporið? Síðan hann var kynntur sem landsliðsþjálfari hefur hann varla komið til landsins til að svara spurningum vegna hópa sem hann hefur valið. Nánast alltaf hefur fjarfundur verið látinn duga. Það er í lagi í eitt og eitt skipti en það er öllu verra þegar þetta er komið upp í vana. Og það er ekki eins og Hareide búi hinum megin á hnettinum. Hann býr í Noregi. Það er beint flug frá Osló. En kannski er honum bara svona annt um kolefnisfótsporið? Vissulega var bara verið að kynna hópinn fyrir vináttulandsleiki í gær en þetta eru samt leikir gegn Englandi og Hollandi. Svo var verið að ráða nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara, Davíð Snorra Jónasson. Því var bara komið áleiðis með fréttatilkynningu. Hefði ekki verið tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og boða til alvöru fjölmiðlafundar í gær? Í staðinn urðu íslenskir fjölmiðlar, og fólkið í landinu, að gera sér pixlaða útgáfu af Hareide á skjá sér að góðu, eitthvað sem var varla nothæft í sjónvarpsfréttir. Hareide er gríðarlega fær þjálfari og hefur gert þokkalega hluti með íslenska landsliðið - samt varla nóg til að verðskulda nýja samninginn sem hann var verðlaunaður með fyrr á þessu ári - en hann gefur manni færi á að setja spurningarmerki við viðhorf hans til starfsins. Svo er kannski spurning hvort einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, Icelandair, bjóði Hareide sæti á fyrsta farrými svo hann geti látið sjá sig hér á landi þegar hann tilkynnir næsta hóp sinn. Það væri allavega velkomin tilbreyting. Utan vallar KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira
En helvítis fjarfundirnir. Áður rykföllnu forritin Teams og Zoom voru dregin fram, fólk kom sér fyrir nývaknað með úfið hár og í náttbuxum, sumir jafnvel enn uppi í rúmi, „heyrist ekki alveg örugglega í mér?“, rétta upp rafræna hendi, einhverjir með flippaðan bakgrunn og svo framvegis. Ekki beint sælar minningar. En svona var þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Gomma viðtala og heilu blaðamannafundirnir voru teknir í þessum hliðarveruleika. Maður hélt að fjarfundirnir heyrðu sögunni til. Væru eitthvað sem gripið væri til í algjörri neyð. Þess vegna brá manni eilítið í brún þegar KSÍ boðaði til fjölmiðlafundar í gær, á Teams, þar sem landsliðsþjálfari karla, Åge Hareide, sat fyrir svörum vegna hópsins sem hann valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi. Snýst um virðingu Og Hareide svaraði spurningum íslenskra fjölmiðla í gegnum tryllitækið Teams, frá heimili sínu einhvers staðar í Noregi. Eins og hann hefur reyndar gert síðan hann tók við íslenska landsliðinu fyrir rúmu ári. Því það er nefnilega eins og Åge Hareide nenni ekki að koma til Íslands, nema þegar það eru landsleikir hér á landi. Það eru auðvitað til stærri vandamál í heiminum en að landsliðsþjálfari Íslands sem er búsettur erlendis komi ekki til landsins til að sitja blaðamannafundi. En þetta er fremur klént eins og Jón Viðar sagði í denn. Þetta snýst nefnilega um virðingu fyrir starfinu, vinnuveitendunum í KSÍ og fólkinu sem fylgist með og styður landsliðið. Hareide ásamt íslenskum fjölmiðlum. Ferilskrá Hareides er glæsileg, hann hefur unnið titla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, komið danska landsliðinu á HM, þjálfað í Meistaradeild Evrópu og svo mætti áfram telja. Að vera landsliðsþjálfari Íslands er langt, langt frá því að vera stærsta verkefnið á löngum ferli Hareides. Og það er eins og hann nálgist starfið dálítið þannig. Það er tilfinning sem maður fékk aldrei þegar Lars Lagerbäck og Erik Hamrén stýrðu landsliðinu. Þeir mættu alltaf til landsins, svöruðu spurningum, gáfu af sér, létu sjá sig, sýndu lit. Eitthvað sem Hareide mætti gera meira af. Er honum annt um kolefnisfótsporið? Síðan hann var kynntur sem landsliðsþjálfari hefur hann varla komið til landsins til að svara spurningum vegna hópa sem hann hefur valið. Nánast alltaf hefur fjarfundur verið látinn duga. Það er í lagi í eitt og eitt skipti en það er öllu verra þegar þetta er komið upp í vana. Og það er ekki eins og Hareide búi hinum megin á hnettinum. Hann býr í Noregi. Það er beint flug frá Osló. En kannski er honum bara svona annt um kolefnisfótsporið? Vissulega var bara verið að kynna hópinn fyrir vináttulandsleiki í gær en þetta eru samt leikir gegn Englandi og Hollandi. Svo var verið að ráða nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara, Davíð Snorra Jónasson. Því var bara komið áleiðis með fréttatilkynningu. Hefði ekki verið tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og boða til alvöru fjölmiðlafundar í gær? Í staðinn urðu íslenskir fjölmiðlar, og fólkið í landinu, að gera sér pixlaða útgáfu af Hareide á skjá sér að góðu, eitthvað sem var varla nothæft í sjónvarpsfréttir. Hareide er gríðarlega fær þjálfari og hefur gert þokkalega hluti með íslenska landsliðið - samt varla nóg til að verðskulda nýja samninginn sem hann var verðlaunaður með fyrr á þessu ári - en hann gefur manni færi á að setja spurningarmerki við viðhorf hans til starfsins. Svo er kannski spurning hvort einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, Icelandair, bjóði Hareide sæti á fyrsta farrými svo hann geti látið sjá sig hér á landi þegar hann tilkynnir næsta hóp sinn. Það væri allavega velkomin tilbreyting.
Utan vallar KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira