„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. maí 2024 11:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“