Eins árs leikhússkóli fyrir ungt fólk stofnaður í Þjóðleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2024 13:20 Vala Fannell er skólastjóri skólans. Mynd/Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 22 ára. Skólinn er fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif. Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif.
Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira