Halla orðin vinsælasta plan B Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 19:00 Halla Tómasdóttir er ekki bara vinsælasta plan B heldur er hún forstjóri B Team. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent