Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. maí 2024 23:08 Ólafur Þ. Harðarson greindi niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira