Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 23:26 Cassie Ventura þakkar fyrir þá umhyggju og ást sem henni hefur verið sýnd undanfarið. getty „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum. Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Nýju fötin forsetans Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum.
Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Nýju fötin forsetans Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning