Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 13:53 Katrín í klæðunum sem hún er í á teiknuðu myndinni á forsíðu Tatler. Yui Mok/Getty Images Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina. Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“ Kóngafólk Bretland Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“
Kóngafólk Bretland Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“