Ómetanleg leiðsögn Magnús Ingi Óskarsson skrifar 25. maí 2024 07:30 Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun