Opið bréf til forsetaframbjóðenda Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 25. maí 2024 08:01 Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar